Snæfellsbær rekur tvö tjaldstæði í þéttbýliskjörnunum Ólafsvík og Hellissandi

Tjaldstæðið á Hellissandi
Nýja tjaldstæðið á Hellissandi er staðsett rétt fyrir utan þorpið í einni af mörgum náttúruperlum Snæfellsbæjar, Sandahrauni. Tjaldstæðið er vel merkt við útnesveg, þaðan er keyrt stuttan spöl inn í hraunið. Gott útsýni er frá tjaldstæðinu yfir Krossavíkina og út á hafið, Gufuskálastöngin stendur á sínum stað og þegar litið er um öxl blasir við manni tignarlegur Snæfellsjökullinn. Á svæðinu er einnig smá leikvöllur fyrir  börn.
Tjaldstæðið í Ólafsvík
Tjaldstæðið í Ólafsvík er staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins að austanverðu, við Hvalsá. Tjaldstæðið er vel merkt og sést greinilega við veginn. Á sumrin skín sólin í hlíðina allan daginn og er þaðan gott útsýni yfir dalinn. Næsta vor verður farið í framkvæmdir á tjaldstæðinu og það lagað og bætt. Á svæðinu er einnig smá leikvöllur fyrir börn.

Hægt er að greiða fyrir tjaldsvæðin í upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar að Kirkjutúni 2 í Ólafsvík.
You can pay the camping fee at the information center at Kirkjutún 2 in Ólafsvík.
Sími/tel.: 433-6929 og/and 844-2629

Verð:

Almennt gjald/per person……………… 1.000 kr
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar/pensioners…750 kr
Rafmagn per dag/electricity per day…….500 kr
Frítt fyrir 16 ára og yngri
Free for children 16 and younger

  • Klósett (einnig fyrir fatlaða á Hellissandi)
  • Sturta
  • Heitt/kalt vatn
  • Vaskarými
  • Úrgangslosun
  • Rafmagn/rafmagnstenglar

Frekari upplýsingar um tjaldstæðin í Snæfellsbæ:

Átthagastofa Snæfellsbæjar
Kirkjutúni 2, 355 Ólafsvík
Netfang: info@snb.is
Sími: 433-6929

Myndir