Allt sem þú vilt vita um okkar heimaslóðir! 

Átthagastofa Snæfellsbæjar er menningarsetur og frumkvöðlaverkefni í Snæfellsbæ, stofnuð af áhugafólki og var formlega opnuð á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 2009.

Tilgangurinn með stofnun Átthagastofunnar var að skapa aðstöðu og andrúmsloft í Snæfellsbæ til að efla samkennd með fólki í samfélaginu, gera það meðvitaðra og upplýstara um ágæti svæðisins, og þau tækifæri sem þar felast. Auk þess að efla og styðja við uppbyggingu í menntun, atvinnu, þjónustu og menningarviðburðum.

Unnið hefur verið að ýmsum uppbyggjandi samfélagsverkefnum í Átthagastofu síðan hún var stofnuð. Má þar m.a. nefna ýmis námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi og sýningar sem varða samfélagið og eflingu þess.

Átthagastofa Snæfellsbæjar hefur umsjón með upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar  og er ætlað að veita almennar upplýsingar til ferðamanna sem ferðast um svæðið.  Hafið samband á info@snb.is.

Einnig hefur Átthagastofa umsjón með Pakkhúsinu, byggðasafni Snæfellsbæjar. Hafið samband á pakkhus@snb.is

Upplýsingar

Átthagastofan er til húsa að:
Kirkjutúni 2
355 Snæfellsbær
 Sími: 433 6929
 Netfang: atthagastofa@snb.is

Facebook Hnappur - final

Starfsemi Átthagastofu

Grein um starfsemi og tilgang Átthagastofu Snæfellsbæjar eftir Kristínu Björgu Árnadóttur. Lesa greinina

Myndir

Hér erum við til húsa