Vinnan göfgar manninn! 

Á sumrin fá unglingar 14-16 ára vinnu við Vinnuskóla Snæfellsbæjar og er engum synjað um vinnu. Skrifstofa vinnuskólans er hjá Tæknideild Snæfellsbæjar eða í síma 433-6900.

Vinnutímar

Daglegur vinnutími:

8. bekkur: Frá kl. 8-12.
9. og 10. bekkur: Frá kl. 8-12 og 13-17. 

Tímabil

Tímabil sumarið 2017
8. bekkur: Frá 6. júní til 30. júní, alls 4 vikur.
9. og 10. bekkur: Frá 6. júní til 14. júlí, alls 6 vikur.

Laun
Tímalaun sumarið 2017:
8. bekkur: 1.117.- á klst án orlofs (4 vikur)
9. bekkur: 1.288.- á klst án orlofs (6 vikur)
10. bekkur: 1.409.- á klst án orlofs (6 vikur)

Frekari upplýsingar um laun unglinga sumarið 2017

10. bekkur þarf að skila skattkorti og greiða í lífeyrissjóð. Lífeyrisiðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag.

Mæting

Mæting á eftirfarandi stöðum eftir búsetu:
Ólafsvík: Áhaldahús Snæfellsbæjar.
Hellissandur: Gamla slökkvistöðin við Naustabúð.
Rif: Við strætóskýlið efst í Háarifi. 

Reglur

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

  • Mæta skal á réttum tíma á réttum stað.
  • Sýna skal flokkstjórum kurteisi.
  • Einelti er ekki liðið.
  • Reykingar eru stranglega bannaðar.
  • Notkun GSM-síma, og annarra snjalltækja, er bönnuð, enda tekur bærinn enga ábyrgð á slíkum tækjum.
  • Öll forföll þarf að tilkynna til verkstjóra.
  • Leggja þarf til allan vinnufatnað og galla en Vinnuskólinn leggur til öryggisvesti.
  • Ætlast er til að krakkarnir mæti með nesti (ekki leyfilegt að fara af vinnustað í pásum).
  • Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar.

Upplýsingar

Allar frekari upplýsingar gefur:

Ásdís Pétursdóttir

Sími…………………433-6900
Aðsetur………….Klettsbúð 4
Netfang……….asdis@snb.is

Heimasíða Tæknideildarinnar