Þar sem orð bregðast, talar tónlistin

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar var stofnaður þann 1. júlí 2003. Þá sameinuðust Tónlistarskóli Ólafsvíkur og Tónlistarskóli Neshrepps utan Ennis í einn skóla en frá árinu 1992 höfðu kennarar frá Tónlistarskóla Ólafsvíkur sinnt tónlistarkennslu við Lýsuhólsskóla. Kennarnir í tónlistarskólunum á Hellissandi og í Ólafsvík höfðu átt með sér gott samstarf frá árinu 1998 og síðan þá hefur verið sameiginleg skólanefnd við skólana.

Tónlistarskóli Snæfellsbæjar býður upp á fjölbreytta tónlistarkennslu og kappkostar að mæta þörfum og óskum nemenda sinna eftir því sem frekast er kostur en í skólanum. Boðið er upp á einstaklingsmiðað nám þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar í fyrirrúmi. Í skólanum er hægt að stunda ritmískt og klassískt nám en boðið er upp á forskóla, hljóðfæradeild og söngnám.

Gott að vita

Upplýsingar

Tónlistarskólinn er til húsa að:
Hjarðartúni 4-6, 355 Ólafsvík
Keflavíkurgötu 2, 360 Hellissandi
Lýsuhólsskóla, 356 Staðarsveit
Sími:433-9928 / 433-9929
Fax: 436-1279
Netfang: tonlistarskoli@snb.is

Skólastjóri Tónlistarskólans er:
Valentina Kay
Píanó, harmonikka, tónfræði og fl.
Sími: 436-1208 / 893-7963
Netfang: valentina@simnet.is

Kennarar við skólann:
Nanna Þórðardóttir:
Píanó, forskóli og hljómborð.
Evgeny Makeev:
Blásaradeild, gítar og fl.
Elena Makeeva:
Píanó, blokkflauta og fl.