Í leikskóla er gaman 

leikskólar

Í Snæfellsbæ er einn leikskóli með tvær starfsstöðvar. Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellisandi.

Foreldrar velja hvor starfstöðin henti þeim. Leikskóli Snæfellsbæjar er rekinn skamkvæmt lögum um leikskóla nr.90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr.665/2009. Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins á aldrinum 2-6 ára, sem styður foreldra við uppeldi og menntun barna sinna.  Grunntími leikskólans er frá kl.9:00-15.00, á þeim tíma fer allt starf samkvæmt aðalnámskrá leikskóla 2011. Leikskólinn er einsetinn og geta foreldra valið um að byrja kl.8:00 eða kl.9:00.  Leikskólinn opnar 7:40 og þurfa foreldrar að óska um þá vistunartíma sérstaklega. Boðið er upp á vistun að lágmarki 4 klst. og að hámarki 8:40 klst. Leikskólinn lokar kl.16:15. Börnin fá morgun- og  hádegisverð ásamt nónhressingu, allt eftir því hversu lengi barnið dvelur á leikskólanum. Mötuneyti leikskólans sér um eldamennsku og undirbúning máltíða. Leikskólinn vinnur eftir ráðleggingar um mataræði barna og fullorðna frá Embætti landlæknis. Við innritun er samið um dvalartíma barnsins Mikilvægt er að vistunartími sé virtur því fjöldi starfsmanna er miðaður við dvalatíma barnanna.

Það eru 101 pláss á leikskólanum og eru tvær deildar á Kríubóli og þrjár á Krílakoti.

Samræmdar reglur um vistun barna í leikskólum Snæfellsbæjar

Upplýsingar

Krílakot er til húsa að:
Brúarholti 9 355 Snæfellsbæ
Sími: 433-6925

Kríuból er til húsa að:
Naustabúð 17 360 Snæfellsbæ
Sími: 433-6926

Leikskólastjóri er
Ingigerður Stefánsdóttir
Netfang: leikskolar@snb.is
Heimasíða leikskólanna

Umsókn

Hér má finna umsókn um leikskólavist!

Fylltu út umsóknina og skilaðu henni til leikskólastjóra.

Umsókn