Grunnskóli Snæfellsbæjar 

GSNBGrunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður 1. ágúst árið 2004 þegar Grunnskólinn í Ólafsvík og Grunnskólinn á Hellissandi voru sameinaðir árið 2005 var Lýsuhólsskóli einnig sameinaður Grunnskóla Snæfellsbæjar. Vegna landfræðilegra og félagslegra aðstæðna er þar áfram rekinn heildstæður grunnskóli en með sameiginlegri yfirstjórn, fjársýslu og almennu samráði. Í skólahverinu koma nemendur bæði úr dreifbýli og þéttbýli. Nemendur dreifbýlis sunnan Fróðárheiðar eru fluttir í og úr skóla með skólabifreið á Lýsuhólsskóla, nemendur dreifbýlis norðan heiðar keyra forráðamenn á safnstöð skólabifreiðar í Ólafsvík. Í Snæfellsbæ norðan fjalla er nemendum 1.-4. bekkjar kennt á Hellissandi og nemendum 5.-10. bekkjar í Ólafsvík. Á báðum stöðum koma nemendur úr dreifbýli og þéttbýli. Í Lýsuhólsskóla eru nemendur í 1.-10. bekk úr dreifbýli Snæfellsbæjar sunnan fjalla. Stjórn skólans mynda skólastjóri, deildarstjóri 1.-10. bekk og deildarstjóri stoðþjónustu (öll í Ólafsvík), aðstoðarskólastjóri á hellissandi og deildarstjóri í Lýsuhólsskóla.Í skólanum eru sundlaugar á tveimur stöðum og íþróttahús, eða aðstaða til íþróttaiðkunar, á öllum starfsstöðvum. Nemendur 1.-4. bekkjar eru keyrðir til Ólafsvíkur í sundkennslu á námskeiðum sem standa í sex vikur í senn tvisvar á skólaárinu.

Skólinn er þátttakandi í umhverfisverkefni Landverndar „Grænfáninn“. Starfsstöðvarnar í Ólafsvík og á Hellissandi fengu Grænfánann vorið 2008. Lýsuhólsskóli fékk Grænfánann fyrst 2003 og flaggar nú fánanum í fjórða sinn. Einnig tekur skólinn þátt í tveimur  Comeniusarverkefnum en markmið með slíkum verkefnum er að styrkja samstarf milli evrópskra skóla með því að koma á sambandi milli nemenda, styrkja kennaraskipti og auka þekkingu á menningu og tungu annarra þjóða. Verkefnin eru styrkt af Evrópusambandinu. Snæfellsbær samþykkti nýja skólastefnu haustið 2009, og í framhaldi af því fengu skólar bæjarins styrk úr Sprotasjóði til að búa til námsskrá og námsefni í Átthagafræði á árinu 2010.

Upplýsingar

Skólinn er til húsa að:
Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík
Keflavíkurgötu 2, 360 Hellissandi
Lýsuhóli, 356 Staðarsveit
Sími: 433-9900
Netfang: gs@gsnb.is

Skólastjóri:
Hilmar Már Arason
Netfang: hilmara@gsnb.is

Aðstoðarskólastjóri:
Elfa E. Ármansndóttir
Netfang: elfa@gsnb.is

Heimasíðu hnappur - final

Facebook Hnappur - final