Tvö söfn er að finna í Snæfellsbæ

pakkhúsiðPakkhúsið í Ólafsvík er eitt fárra verslunarhúsa frá 19. öld sem stendur enn. Það var byggt árið 1844 og var friðað þann 31. ágúst árið 1970 af þáverandi menntamálaráðherra. Pakkhúsið er minnisvarði um liðna tíð og sögu bæjarins. Á miðhæð og í risi er safn en á fyrstu hæð er handverkssala og krambúð.

Krambúðin: Í Krambúðinni í Pakkhúsinu er leitast við að skapa andrúmsloft liðinna alda. . Í krambúðinni er einnig úrval íslensks handverks og fágætir listmunir frá listamönnum úr byggðarlaginu.

Byggðarsafnið: Á annarri og þriðju hæð hússins er byggðasafn. Þar má meðal annars upplifa íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnast inn í undraverða atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Á þriðju hæð safnsins er sýning sem kallast “Pakkhúsloftið”.

 

Opnunartími safnsins er eftirfarandi (5. júní – 31. ágúst):
Opið alla daga frá kl. 12 til kl. 17
Opnum einnig fyrir hópa eftir samkomulagi.

Verðskrá:
Frítt fyrir börn og eldri borgara
Fullorðnir 500 kr.

Pakkhúsið stendur við Ólafsbraut 12 í Ólafsvík
Sími: 433-6930
Netfang: atthagastofa@snb.is
Pakkhúsið er á facebook!

Í Sjóminjasafnið 2Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi eru varðveitt tvö áraskip, áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð. Blika smíðaði Sæmundur Sigurðsson skipasmiður frá Geitareyjum fyrir Jón Jónsson bónda í Akureyjum í Helgafellsveit árið 1826. Bliki er elsta fiskveiðiskip sem varðveitt er á Íslandi. Ólafur var smíðaður í Flatey á Breiðafirði 1875 – 80. Báðum skipunum var róið frá Hellissandi fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Í Sjóminjasafninu er endurbyggð sú þurrabúð sem síðast var búið í á Hellissandi, Þorvaldarbúð. Þar eru einnig ýmsir gamlir munir, vélar, veiðarfæri, hvalbein, myndir ofl. Safnið byggir fyrst og fremst á munum frá tíma áraskipanna og frá fyrri hluta tuttugustu aldar.

Opnunartími safnsins er eftirfarandi (5. júní – 31. ágúst):

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 09:30-12:00 og frá kl. 13:00-18:00
Utan opnunartíma safnsins er öllum frjálst að skoða garðinn, umhverfi safnsins og þá muni sem eru úti við, án greiðslu.

Verðskrá:

Sjóminjasafnið er staðsett við Útnesveg á Hellissandi
Sími: 436-6619
Netfang: hrefnaogskuli@simnet.is