Hvaða námskeið hentar þínu barni?

 Leikjanámskeið
Alda Dís Arnardóttir stendur fyrir 4 vikna söngnámskeiði fyrir börn og unglinga í Snæfellsbæ.  Áherslur námskeiðsins verða sniðnar að hverjum aldurshópi fyrir sig en aðal markmiðið er að leggja áherslu á sviðsframkomu og sönggleði. Tvær námsleiðir verða í boði:
1. Hóptími (3-5): Nemendur hittast saman tvisvar sinnum í viku í klukkutíma í senn, gera raddæfingar saman og hlusta hvert á annað syngja og læra af hvoru öðru.
Verð: 5.000 kr. 
2. Einkatími: Nemandi mætir í klukkustund tvisvar sinnum í viku og við förum saman í raddæfingar og yfir þau atriði sem gott og gagnlegt er nýta sér í söng.
Verð: 8.000 kr. 
Innifalið í báðum leiðum:
– Tónleikar
– Söngupptaka.
Kennsla fer fram að Snæfellsási 2, Hellissandi (þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru í Röstinni) á milli 16 og 19.
Frekari upplýsingar og skráning: aldadis93@gmail.com eða í síma: 865-9722
Söngnámskeið Öldu Dísar

Dansnámskeið verður haldið í líkamsræktarstöðinni Sólarsport í sumar en unga dansmærin Sylvía Sól stendur fyrir námskeiðinu. Sylvía hefur dansað frá 4 ára aldrei ballet, jazzballet,samkvæmisdans og hip hop og varð Íslandsmeistari í suður amerískum dönsum aðeins 10 ára gömul.

Fyrra námskeiði er frá 10. – 18. júlí og seinna frá 4. ágúst – 4. september.

Frekari upplýsingar gefast í síma: 690-8058, 863-5026 og616-9909
Netfang: almageirdal@gmail.com

Heimasíða námskeiðsins