Öflugt kórastarf er í Snæfellsbæ

Mannlífsmynd, Kórar í SNB 2014 

Í Snæfellsbæ er glæsilegur barna- og skólakór. Barnakórinn samanstendur af nemendum í 2.-4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar og Skólakórinn nemendum á mið- og unglingastigi (5. – 10. bekk). Kórstjóri kóranna er Veronica Osterhammer og undirleikari Nanna Þórðardóttir.

Heiðbjört

Karlakórinn Heiðbjört hefur verið starfræktur á sunnanverðu Snæfellsnesi síðan árið 2010.  Starfssvæði hans eru gömlu sveitirnar á sunnanverðu Nesinu, þ.e. Breiðuvíkurhreppur, Staðarsveit og Eyja- og Miklaholtshreppur.

Kórinn hefur komið víða fram og syngur allt frá klassískum íslenskum þjóðlegurm til gamalla kóraslagara, ásamt erlendum lögum við texta félaga í Kvæðamannafélagi Heiðsynninga, en margir kórfélagar eru einmitt einnig félagsmenn í kvæðamannafélaginu.

Hér er hægt að sjá Karlakórinn Heiðbjört á Hinsegindögum 2011

Mannlífsmynd, Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju

Kirkjukór Ólafsvíkur

Kirkjukór Ólafsvíkur er rúmlega 20 manna blandaður kór. Kórstarfið einkennist af metnað, gleði, fjölbreyttum söng og skemmtilegu félagslífi. Kórinn tekur þátt í öllu helgihaldi Ólafsvíkurkirkju, heldur árlega vor- og jólatónleika og fer reglulega í messuheimsóknir og tónleikaferðir innanlands. Kirkjukór Ólafsvíkur hefur farið í tvær utanlandsferðir til tónleikahalds, 2002 til Færeyja og 2005 til Þýskalands, þar sem sungið var á heimaslóðum kórstjórans. Árið 2013 gaf Kirkjukórin einnig út geisladisk sem heitir “ íslensk og þýsk jól”. Kóræfingar eru vikulega á fimmtudögum í Safnaðarheimili Ólafsvíkurkirku kl. 20:00 – 22:00.
Nýir kórfélagar ávallt velkomnir!

Stjórnandi: Veronica Osterhammer
Sími: 436-1533/864-8833
Netfang: brimilsvellir@isl.is

Organisti: Lena Makeeva
Sími: 436-1049/865-0144
Netfang: elenamakeeva@mail.ru

Stjórn kirkjukórs 2014:
Sóley Jónsdóttir (formaður) s. 436-1535
Nanna Þórðardóttir s. 436-1483
Steiney K Ólafsdóttir s. 436-1534
Þórarinn Steingrímsson s. 436-1670

Mannlífsmynd, Kirkjukór Ingjaldshólskirkju

Kirkjukór Ingjaldshólskirkju

Kórinn var stofnaður árið 1953 og hefur verið starfrækur síðan. Meðlimir kórsins eru um það bil 15-20 og skiptast í hefðbundnar kórraddir. Kórinn tekur þátt í öllu helgihaldi í Ingjaldshólskirkju en kirkjan er elsta steinsteypta kirkjan í Evrópu. Kórinn heldur tónleika reglulega og hefur verið í góðu samstarfi við bæði kirkjukór Ólafsvíkurkirkju og kirkjukór Starsveitar- og Breiðuvíkarprestakalls. Kóræfingar eru á fimmtudags kvöldum vikulega í safnaðarheimili kirkjunnar frá kl. 20 til 21:30.
Nýjir kórfélagar ávallt velkomnir!

Organisti: Lena Makeeva
Sími: 436-1049/865-0144
Netfang: elenamakeeva@mail.ru

Stjórn kirkjukórsins 2014:
Reynir Rúnar Reynisson (formaður) s. 865-6775
Sigrún Sigurðardóttir s. 864-6650
Margrét Þorláksdóttir