Alltaf mikið fjör!

Eldriborgarar koma saman einu sinni í viku í félagsheimilinu Klifi á miðvikudögum frá kl. 13-15. Rúta sækir þá sem þufa upp að dyrum og færir þá aftur heim. Starfið snýst fyrst og fremst um skemmtun, koma saman og spila vist, brids og fleira. Einnig er mikið um prjónamennsku og föndur. Kaffi og meðlæti er borið fram af þeim sem starfinu stjórna en þær skiptast á að baka sitthvora vikuna. Eftir kaffið er oftar en ekki tekin nokkur lög, spilað botsía og dansað línudans. Alltaf fjör!

 

Upplýsingar

Umsjónarmenn eru þær:
Brynja Guðmundsdóttir
Sími: 847-0309
Netfang: dumpi@simnet.is

og

Bryndís Kristjánsdóttir
Sími: 867-5527
Netfang: Skotta1@simnet.is