Í bæjarstjórn Snæfellsbæjar sitja 7 kjörnir fulltrúar. Í bæjarstjórnarkosningum 31. maí 2014 fékk D-listi Sjálfstæðisflokks hreinan meirihluta, eða 4 kjörna fulltrúa. J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar hlaut 3 kjörna fulltrúa.

Bæjarfulltrúar Snæfellsbæjar

Kristjana Hermannsdóttir
Kristjana Hermannsdóttir

Er kosin af D-lista Sjálfstæðisflokks. Kristjana er gift Jóhannesi Ólafssyni prentara og eiga þau þrjár dætur. Hún rekur prentsmiðjuna Steinprent ásamt eiginmanni sínum og er með umboð fyrir Sjóvá. Kristjana hefur búið í Ólafsvík frá tveggja ára aldri, setið í bæjarstjórn síðastliðin 8 ár, er meðlimur í Lionsklúbbnum Rán, hefur verið formaður UMF Víkings og er í stjórn Framfarafélags Snæfellsbæjar.

Sandholt 22, Ólafsvík
S. 893-5445
Netfang: kristjanah@sjova.is

Fríða Sveinsdóttir
Fríða Sveinsdóttir

Er  kosin af J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Fríða er gift Hjörleifi Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi og starfar sem bókasafnsvörður á Bókasafni Snæfellsbæjar en einnig eiga og reka hjónin Ísverksmiðjuna í Ólafsvík.  Fríða hefur setið í stjórn UMF Víkings/Reynis og verið virk í íþróttastarfi barna og unglinga í Snæfellsbæ.

Brautarholt 28, Ólafsvík
S. 893-3442
Netfang: bokasafn@snb.is eða smyrill1@simnet.is

Björn Haraldur Hilmarsson
Björn Hilmarsson

Er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokks. Björn er giftur Guðríði Þórðardóttur kennara og eiga þau þrjá drengi. Hann er búsettur í Ólafsvík og hjá þeim býr einnig faðir hans 88 ára. Björn er gagnfræðingur að mennt og starfar sem útibússtjóri hjá Olís í Snæfellsbæ.

Grundarbraut 30, Ólafsvík
S. 898-1249
Netfang: bjorn@olis.is

 

Kristján Þórðarson
Kristján Þórðarson

Er kosinn af J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Kristján er giftur Astrid Gundersen sem starfar sem matráður í Lýsuhólsskóla og saman eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn. Kristján sjálfur starfar sem bóndi á Ölkeldu í Staðarsveit og er búfræðingur að mennt. Kristján hefur setið í bæjarstjórn Snæfellsbæjar síðastliðin 12 ár fyrir J-listann ásamt því að hafa verið á kafi í félagsmálum frá táningsaldri.

Ölkelda, Staðarsveit
S. 865-4023
Netfang: krist.as@simnet.is eða olkelda@gmail.com

Rögnvaldur Ólafsson
Rögnvaldur Ólafsson

Er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokks. Rögnvaldur er í sambúð með Kristínu Arnfjörð og eru þau búsett á Hellissandi ásamt 4 börnum sínum. Rögnvaldur  starfar sem skrifstofumaður í Hraðfrystihúsi Hellissands en sat einnig í bæjarstjórn frá 2010 til 2014.

Selhóll 6, Hellissandi
S. 892-2777
Netfang: roggi@hh.is

Júníana Björg Óttarsdóttir

10390219_10203811044784129_5118746712370061695_nEr kosin af D-lista Sjálfstæðisflokks og kom inn sem varamaður fyrir Kristínu Björgu Árnadóttur þann 1. janúar 2017.  Júníana Björg er fædd 8. febrúar 1973 og er gift Jóhanni Péturssyni. Þau eru búsett á Hellissandi og eiga saman þrjú börn. Júníana lauk stúdentsprófi, sjúkraliðaprófi og diplomaprófi og rekur verslunina Blómsturvelli á Hellissandi..

Selhóll 11, Hellissandur
S. 892-6885
Netfang: bvellir@simnet.is

Svandís Jóna Sigurðardóttir

10603519_742028469195653_7594942815439571831_nEr kosin af J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar og kom inn sem varamaður fyrir Baldvin Leif Ívarsson þann 1. mars 2016. Svandís Jóna, eða Didda eins og hún er alltaf kölluð, er fædd 16. apríl 1975 og er gift Þráni Viðari Egilssyni, stýrimanni.  Þau eru búsett í Ólafsvík og eiga þrjú börn.  Didda hefur lokið sveinsprófi í konditori frá Teknsne skole í Ringsted í Danmörku og útskrifaðist jafnframt sem kennari frá Háskóla Íslands árið 2009.  Hún starfar nú sem kennari við Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Engihlíð 10, Ólafsvík
S. 862-6001
Netfang: didda@gsnb.is