Upplýsingar

Aðsetur: Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær
Sími: 433-6900
Fax: 433-6901
Netfang: snb@snb.is
Kennitala: 510694-2449
Skrifstofur:
Opið alla virka daga frá 09:00-12:00 og frá 13:00-15:30.

Íbúar sem og almenningur eru hvattir til að hafa samband ef spurningar vakna. Ábendingaflipi er hér efst í hægra horninu en svo er alltaf hægt að slá á þráðinn.

 

Hér erum við til húsa

Sveitarfélagastigið

Sveitarstjórn fer með yfirstjórn sveitarfélags. Eitt af hlutverkum hennar er að ákveða, innan ramma laga, hvernig stjórnkerfi sveitarfélags skuli uppbyggt. Sveitarstjórn hefur töluvert svigrúm til að ákveða þetta fyrirkomulag. Ástæður þess má að grunni til rekja til stjórnarskrárvarins réttar sveitarfélaga til sjálfsstjórnar.  Rétturinn er útfærður í sveitarstjórnarlögum með ákvæðum um vald sveitarstjórnar til að ráða uppbyggingu stjórnkerfis sveitarfélagsins.  Svigrúm sveitarstjórnar við uppbyggingu stjórnkerfis sveitarfélags ræðst af sveitarstjórnarlögum og öðrum lögum. Sveitarstjórnarlög kveða á um grunnatriði í uppbyggingu sveitarfélags og ákvæði sérlaga fela í sér reglur um stjórnkerfi í ákveðnum málaflokkum.  Sveitarstjórnarlög gefa sveitarstjórn svigrúm til að ákveða uppbyggingu stjórnkerfis sveitarfélagsins.